Hoppa yfir valmynd
10. júní 2008 Dómsmálaráðuneytið

Reglugerð um útgáfu evrópsks skotvopnaleyfis

Reglugerð sem kveður á um útgáfu evrópsks skotvopnaleyfis á Íslandi hefur verið birt í Stjórnartíðindum og hefur öðlast gildi.

Reglugerð sem kveður á um útgáfu evrópsks skotvopnaleyfis á Íslandi hefur verið birt í Stjórnartíðindum og hefur öðlast gildi. Handhöfum slíks leyfis er heimilt að fara með skotvopn sín til veiða eða stunda íþróttaskotfimi á Schengen-svæðinu án þess að þurfa að sækja um sérstakt leyfi til útflutnings vopnsins í hvert sinn. Þetta er þó aðeins heimilt sé notkun vopnsins leyfð í viðkomandi landi, að dvölinni sé ekki ætlað að standa lengur en þrjá mánuði og að handhafi leyfisins geti framvísað staðfestingu á því að tilgangur fararinnar sé skotveiði eða íþróttaskotfimi.

Handhafar íslenskra skotvopnaleyfa geta sótt um evrópskt skotvopnaleyfi og gilda þau í fimm ár. Leyfin verða gefin út hjá lögreglustjórum um allt land og kosta 3.300 kr.

Reglugerð nr. 540/2008.

 

 

Reykjavík 10. júní 2008



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum