Hoppa yfir valmynd
9. október 2006 Utanríkisráðuneytið

Undirritun samkomulags um varnarmál

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 066

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra til Washington í dag. Þar munu þau eiga fund með Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna og undirrita samkomulag við Bandaríkin um varnarmál. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra munu einnig eiga fund með Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra.

Utanríkisráðherra mun síðan heimsækja Alþjóðabankann og eiga fund um þróunarmál með Paul Wolfowitz, forseta bankans. Einnig mun ráðherrann eiga fundi með varaforseta og yfirmanni stefnumótunar bankans, James W. Adams, og með aðalfulltrúa Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í framkvæmdastjórn bankans, Svein Aass.

Þá mun utanríkisráðherra eiga fund með Susan C. Schwab, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, og ræða við hana um Doha viðskiptalotuna, mögulega fríverslun við Bandaríkin og fjárfestingasamning.

Heimkoma utanríkisráðherra er áætluð að morgni fimmtudags n.k.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum