Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

4. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

 • Fundarstaður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, R – Verið 3. hæð.
 • Fundartími:      Föstudagur 30. mars 2012, kl. 10:30 – 12:00

Nefndarmenn:

 • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
 • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
 • Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
 • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
 • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
 • Steingrímur Ari Arason, skipaður af velferðarráðherra.
 • Eyjólfur Eysteinsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
 • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra
 • Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
 • Fjarverandi:     Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti,
 • Stefanía Traustadóttir, tiln. af  innanríkisráðuneyti
 • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu

Aðrir fundarmenn: Hólmfríður Sveinsdóttir staðgengill Sigurðar Helgasonar, ráðgjafa, Ágúst Þór Sigurðsson, Margrét Erlendsdóttir og Einar Njálsson.

Fundarefni

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2.      Framkvæmdahópur.

Formaður sagði frá fundi framkvæmdahópsins 16. mars 2012 og dreifði fundargerð frá fundinum.

3.      Greinargerð, forsendur, verkefni, aðferðir – Fyrsta útgáfa mars 2012.

Í greinargerðinni er samantekt nefndarinnar á forsendum tilfærslunnar og þau undirbúningsverkefni sem vinna þarf að. Greinargerðin er hugsuð sem ákveðið leiðarljós við þá vinnu sem framundan er en hún felur hvorki í sér ákvarðanir né skuldbindingar varðandi sjónarmið og áherslur fulltrúa í nefndinni. Ætlunin er að greinargerðin þróist og breytist eftir því sem undirbúningnum vindur fram. Þessi útgáfa er merkt Fyrsta útgáfa - mars 2012. Þegar greinargerðin verður uppfærð næst verður hún merkt - önnur útgáfa og þannig koll af kolli.  Greinargerðin var samþykkt með framangreindum fyrirvörum.

Steingrímur Ari gerði sérstakan fyrirvara við það að greinargerðin væri kennd við nefndina. Ennfremur gerði hann þann fyrirvara: Að heilbrigðisþjónusta við aldraða falli lögum samkvæmt ekki undir málefni aldraðra og þar með ekki sjálfkrafa undir verksvið nefndarinnar.

4.      Tillaga um framkvæmd einstakra verkefna.

Einar gerði grein fyrir tillögunni og vísaði til þeirra 10 meginverkefna sem vinna þarf að við undirbúning tilfærslunnar og  farið er yfir í 12. kafla greinargerðar um tilfærsluna – Fyrstu útgáfu, mars 2012 –  samanber lið 3 hér að framan. 

Tillagan fjallar um að setja sex  verkefni af stað sem allra fyrst. Það eru verkefni  1 – Umfang og kostnaður núverandi þjónustu, sem Hermann  Bjarnason sérfræðingur í ráðuneytinu stýrir.  Verkefni  2 – Þörf fyrir öldrunarþjónustu (RAI mat), sem Bryndís Þorvaldsdóttir sérfræðingur í ráðuneytinu stýrir. Verkefni  3  - Greiðslur aldraðra, sem Bolli Þór Bollason stýrir. Verkefni  4 – Fyrirkomulag og fjármögnun fasteigna, sem Einar Njálsson stýrir. Verkefni  5 – Undirbúningur lagabreytinga, sem Ágúst Þór Sigurðsson sérfræðingur í ráðuneytinu stýrir og verkefni 7 – Samningar við sjálfstæða aðila, sem Bolli Þór stýrir. Þau fjögur verkefni sem eftir eru verða sett af stað síðar.

Ennfermur gerir tillagan ráð fyrir  að sett verði saman lítil óformleg teymi sérfræðinga um hvert verkefni fyrir sig.

Úr umræðum er eftirfarandi bókað:

 • Steingrímur Ari mótmælti því fyrirkomulagi á samningum við sjálfstæða aðila sem tillagan gerir ráð fyrir og benti á að lögum samkvæmt ber Sjúkratryggingum að annast verkefnið.
 • Kristín lagði áherslu á að vinna að starfsmannamálum fari af stað sem allra fyrst.
 • Berglind vakti athygli á því að RAI-matið væri komið til Embættis landlæknis og því framtíð RAI-nefndarinnar óljós. Auk þess væri verkefnið það stórt að hugsanlega þyrfti að setja sérstakt sérfræðiteymi til þess að fjalla um það.

Nefndin samþykkti tillöguna með þeim fyrirvörum sem bókaðir eru hér að ofan. Með tölvupósti verður óskað tilnefninga í sérfræðiteymi. 

5.      Önnur mál.

Kristín vakti athygli á því að Landssamtökin 60+ og velferðarnefnd Samfylkingarinnar halda ráðstefnu um málefni aldraðra á Grand Hótel föstudaginn 27. apríl 2012.

6.      Næsti fundur. 

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 10:30 – 12:00.

Undir þessum dagskrárlið vakti Eiríkur Björn athygli á því að 29. ágúst 2012 heldur Akureyrarbær upp á 150 afmæli sveitarfélagsins, í tilefni af því væri vel til fundið að ágústfundur nefndarinnar verði haldinn á Akureyri um það leyti.

Fundi lauk kl. 11.55/  Einar Njálsson ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira