Hoppa yfir valmynd
14. desember 2018

Fullveldismóttaka í Sendiráði Íslands í Japan

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands var blásið til hátíðarmóttöku í Sendiráði Íslands í Tókýó þann 30.nóvember sl. Fjölmenni var við móttökuna þar sem Friðrik Sigurðsson, matreiðslumeistari Utanríkisráðuneytisins, bauð uppá sérstakan íslenskan hátíðarmatseðil fyrir hina japönsku gesti.

Prinsessan Takamado var sérstakur heiðursgestur móttökunnar, en prinsessan var árið 2001 viðstödd opnun íslenska sendiráðsins.

Sendiherra ávarpaði gesti og sérstakt myndband með ávarpi Forseta Íslands var spilað. Að lokum ávarpaði þingmaðurinn og formaður Vinafélags Íslands á japanska þinginu, Tsuchiya Shinako, gesti.

(Mynd: Sendiherra með þremur Fálkaorðuhöfum; Shinako Tsuchiya og tveimur af ræðismönnum Íslands í Japan, Raijiro Nakabe og Kanji Ohashi)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum