Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018 Utanríkisráðuneytið

Vannærð börnin hafa tæpast kraft til að anda

Ljósmynd: Marco Frattini, WFP. - mynd

„Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) eftir þriggja daga heimsókn til landsins. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn.

„Hjarta mitt er brostið eftir það sem ég sá á sjúkrahúsinu í Hodeidah,“ segir Beasley í frétt frá WFP. „Ég sá smábörn, svo vannærð að þau voru ekkert nema skinn og bein, þau lágu þarna og höfðu tæpast kraft til að anda. Í nafni mannúðar hvet ég stríðandi fylkingar að binda enda á þetta hræðilega stríð. Gefum börnunum líf og þjóðinni tækfæri til að skapa sér tilveru á ný,“ sagði hann.

Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga búa sífellt fleiri við hungur í Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er reiðubúin að útvega mat og peningagjafir fyrir allt að tólf milljónir manna sem hafa orðið illa úti í átökunum. Nú þegar veitir stofnunin 7-8 milljónum íbúa Jemen mataraðstoð í hverjum mánuði.

Beasley segir að friður sé eina svarið, fyrr verði ómögulegt að hefja endurreisn efnahagslífsins, koma gjaldmiðlinum í lag og hefja launagreiðslur til almennings svo þjóðin hafi auraráð til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.

  • Ljósmynd: Marco Frattini, WFP.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira