Hoppa yfir valmynd
4. október 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu átta mánuði ársins liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 38,9 milljarða króna innan ársins, sem er 3,3 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma 2006. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 23,8 ma. kr. sem er 57 ma.kr lakari afkoma heldur en í fyrra. Það skýrist að mestu leyti af 30,3 milljarða kaupum ríkissjóðs á hluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 milljarða króna eiginfjárframlagi í byrjun maí. Tekjur, án eignasölu, reyndust tæpum 33 milljörðum meiri en í fyrra og gjöldin hækkuðu um tæpa 29 milljarða frá fyrra ári.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – ágúst 2007

(Í milljónum króna)

 

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

170.668

181.033

219.294

246.109

285.096

Greidd gjöld

176.919

189.354

203.787

209.728

238.485

Tekjujöfnuður

-6.251

-8.322

15.507

36.381

46.610

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-12.059

-

-

-

-6.170

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-790

1.560

791

-823

-1.547

Handbært fé frá rekstri

-19.100

-6.761

16.298

35.558

38.893

Fjármunahreyfingar

17.773

7.829

11.260

-2.339

-62.660

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-1.327

1.068

27.558

33.219

-23.767

Afborganir lána

-18.437

-29.593

-33.363

-32.592

-36.443

   Innanlands

-6.028

-4.576

-14.015

-9.719

-22.243

   Erlendis

-12.409

-25.017

-19.348

-22.873

-14.199

Greiðslur til LSR og LH

-5.000

-5.000

-2.600

-2.640

-2.640

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-24.764

-33.525

-8.406

-2.013

-62.849

Lántökur

21.828

40.177

15.832

25.247

57.515

   Innanlands

20.095

16.928

11.555

17.673

54.181

   Erlendis

1.733

23.249

4.277

7.574

3.334

Breyting á handbæru fé

-2.936

6.652

7.426

23.234

-5.334



 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 285 ma.kr. á fyrstu átta mánuðum ársins. Það er 39 ma.kr aukning frá sama tíma í fyrra, eða 13% aukning sé óreglulegum tekjum sleppt. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila í ársbyrjun 2006 nemur aukningin 17,4%, en tölurnar hér á eftir taka mið af henni. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 13,7% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5,1% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því 8,2%. Aukning annarra rekstrartekna um 33% milli ára skýrist að mestu af auknum vaxtatekjum.

Skattar á tekjur og hagnað námu 92,9 ma.kr. og jukust um rúma 17 ma.kr. frá síðasta ári, eða 22,6%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 11%, tekjuskattur lögaðila jókst um 32% og fjármagnstekjuskattur um 52%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 6,6% milli ára á meðan launavísitalan hækkaði um 9,4%. Innheimta eignarskatta nam 7,3 ma.kr. og jókst um 15,4% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 5,9 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur hefur aukist um 900 milljónir frá fyrra ári.

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 126,6 ma.kr. á fyrstu átta mánuðum ársins og jókst um 8% að nafnvirði frá fyrra ári eða 3% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 10% sem jafngildir tæplega 5% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar. Þegar litið á 6 mánaða hreyfanlegt meðaltal kemur fram að raunbreytingin er 0,3% á milli ára og hefur ekki verið minni frá nóvember 2002. Af helstu einstökum liðum veltutengdra skatta er mest aukning í sköttum á olíu og þungaskatti en vörugjöld af ökutækjum drógust hins vegar mest saman eða um 8% milli ára.

 

Greidd gjöld nema 238,5 milljörðum króna og hækka um 28,8 milljaða milli ára, eða um 13,7%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 8,2 milljarðar eða 16,4%. Þar er aukningin mest í lífeyristryggingum 4,4 ma. kr, barnabótum 1,1, ma kr. og vaxtabótum 0,8 ma. kr. Hins vegar er hlutfallsleg aukning mest í almennri opinberri þjónustu, 23,7% eða 6,3 milljarðar. Þar munar mest um aukningu á milli ára í vaxtagjöldum um tæpa 3 ma.kr., en á þessu ári var fyrsti gjalddagi nýrra ríkisbréfa og voru vextir vegna þessa 1,4 ma.kr og vextir lána vegna kaupa á Landsvirkjun 600 m.kr. Auk þessa koma til auknar greiðslur vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, tæpar 900 m.kr. Aukning útgjalda til heilbrigðismála milli ára er 5,6 milljarðar, menntamála 2,8 milljarðar og efnahags- og atvinnumála 2,7 milljarðar.

Lánsfjárþörf ríkissjóðs var 62,8 milljarðar fyrstu 8 mánuði ársins, sem er 13,1 milljarði hagstæðari útkoma en áætlað var. Hrein lánsfjárþörf var 23,8 milljarðar. Heildarlántökur námu 57,5 milljörðum króna og eru að langstærstum hluta teknar innanlands eða 54,2 milljarðar. Stærsta einstaka lántakan er vegna kaupa á Landsvirkjun 26,9 milljarðar. Afborganir lána eru 36,4 milljarðar, þar af eru 14,2 milljarðar greiddir upp af erlendum lánum.

 Tekjur ríkissjóðs janúar – ágúst 2007

 

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

200 652

230 505

258 415

 

18,5

14,9

12,1

Skattar á tekjur og hagnað

60 880

78 979

92 881

 

15,7

29,7

17,6

Tekjuskattur einstaklinga

43 108

48 151

53 429

 

10,4

11,7

11,0

Tekjuskattur lögaðila

7 340

15 746

16 533

 

10,9

114,5

5,0

Skattur á fjármagnstekjur

10 432

15 082

22 919

 

49,4

44,6

52,0

Eignarskattar

9 537

6 358

7 336

 

50,3

-33,3

15,4

Skattar á vöru og þjónustu

105 844

116 941

126 571

 

18,6

10,5

8,2

Virðisaukaskattur

72 534

80 676

88 825

 

21,1

11,2

10,1

Vörugjöld af ökutækjum

7 053

7 590

6 986

 

71,6

7,6

-8,0

Vörugjöld af bensíni

5 872

5 968

6 103

 

3,4

1,6

2,3

Skattar á olíu

3 755

4 339

4 826

 

-12,0

15,5

11,2

Áfengisgjald og tóbaksgjald

7 189

7 500

7 860

 

5,0

4,3

4,8

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

9 441

10 869

11 971

 

11,9

15,1

10,1

Tollar og aðflutningsgjöld

2 105

2 546

3 403

 

9,2

21,0

33,7

Aðrir skattar

1 236

1 368

2 300

 

.

10,7

68,1

Tryggingagjöld

21 050

24 311

25 924

 

16,6

15,5

6,6

Fjárframlög

 270

 736

 665

 

25,1

172,7

-9,6

Aðrar tekjur

18 094

14 350

19 143

 

57,9

-20,7

33,4

Sala eigna

 277

 518

6 873

 

-

20,0

-

Tekjur alls

219 293

246 109

285 096

 

21,1

12,2

15,8



 

Gjöld ríkissjóðs janúar – ágúst 2007

  

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

39 170

26 395

32 657

 

-32,6

23,7

Þar af vaxtagreiðslur

15 796

7 700

10 518

 

-51,3

36,6

Varnarmál

...

 405

 380

 

...

-6,1

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

6 075

8 783

10 307

 

44,6

17,3

Efnahags- og atvinnumál

26 728

27 853

30 517

 

4,2

9,6

Umhverfisvernd

2 274

2 259

2 480

 

-0,7

9,8

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

 300

 268

 289

 

-10,5

7,7

Heilbrigðismál

52 245

55 170

60 772

 

5,6

10,2

Menningar-, íþrótta- og trúmál

8 379

9 185

10 554

 

9,6

14,9

Menntamál

20 525

23 480

26 271

 

14,4

11,9

Almannatryggingar og velferðarmál

48 091

50 213

58 430

 

4,4

16,4

Óregluleg útgjöld

...

5 716

5 829

 

...

2,0

Gjöld alls

203 787

209 728

238 485

 

2,9

13,7



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum