Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerðarbreytingu um öryggisstjórnun vega til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð nr. 866/2011 um öryggisstjórnun vegamannvirkja eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 15. nóvember og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Með breytingunni eru sett nánari ákvæði um umferðaröryggisaðgerðir, meðal annars að Vegagerðin skuli á þriggja ára fresti raða eftir fjölda slysa og slysatíðni þeim vegarköflum sem eru hluti af samevrópska vegakerfinu í þeim tilgangi að finna þá kafla þar sem öryggisaðgerðir skila mestum árangri. Þá skal Vegagerðin sjá til þess að vegarkaflar, þar sem slys eru mörg og slysatíðni er há séu metnir og greina þau atriði sem geta átt þátt í slysum eins og nánar er kveðið á um í verklagsreglum Vegagerðarinnar um umferðaröryggisstjórnun sem birtar eru með reglugerð þessari. Einnig er kveðið nánar á um starfsleyfi umferðaröryggisrýna.

Reglugerðardrögin byggjast á vísan til 2. mgr. 46. gr. vegalaga nr. 80/2007.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira