Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Góður árangur - biðlistar styttast

Mjög hefur fækkað þeim sem skráðir eru á biðlista eftir aðgerðum hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Færri bíða eftir skurðaðgerðum en áður, biðtími eftir liðskiptaaðgerðum er tvöfalt styttri en hann var á sama tíma á liðnu ári og biðlistar í öðrum sérgreinum eru horfnir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í frétt frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þar kemur fram að rúmlega eitt þúsund manns bíða nú eftir aðgerð á augasteini. Útlit er fyrir að bið eftir þessum aðgerðum styttist verulega á árinu þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, veitti fé til að fjölga þessum aðgerðum sérstaklega á árinu. Samkvæmt því verða gerðar 550 viðbótaraðgerðir á augasteini á árinu umfram það sem áður var gert ráð fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum