Hoppa yfir valmynd
16. mars 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Heiðruðu minningu Alfreðs Elíassonar eins stofnanda Loftleiða

Minning Alfreðs Elíassonar, frumkvöðuls í flugmálum Íslendinga, var heiðruð í dag þegar Keilir flugakademía gaf einni af nýjustu kennsluvélum sínum nafn Alfreðs. Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs, afhjúpaði nafn hans á vélinni í fjölmennri athöfn á Reykjavíkurflugvelli.

Minning Alfreðs Elíassonar heiðruð
Minning Alfreðs Elíassonar heiðruð

Flugakademían Keilir tók í haust nýjar kennsluvélar í gagnið. Eru þær af gerðinni Diamond og smíðaðar í Austurríki. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að sú hugmynd hafi kviknað fyrir nokkru að gefa einni vélanna nafn Alfreðs Elíassonar og minnast með því starfs hans að uppbyggingu í íslenskum flugrekstri. Alfreð hefði orðið níræður í dag, 16. mars en hann lést langt um aldur fram.Minning Alfreðs Elíassonar heiðruð

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, minntist Alfreðs með nokkrum orðum og sagði meðal annars að hann hefði sýnt hugmyndaflug og útsjónarsemi strax á skólaárum. Það hefði fylgt honum í gegnum flugrekstur og uppbyggingu Loftleiða þar sem hann hefði verið fremstur meðal jafningja. Ráðherra sagði Alfreð hafa farið ótroðnar slóðir, farið fyrir góðum hópi og samstilltum sem hefði lagt grunn að íslenskum flugrekstri og verið góður skóli öllum sem unnið hefðu að þeirri uppbyggingu.

Minning Alfreðs Elíassonar heiðruð

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira