Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að frumvarpi um breytingu á fjarskiptalögum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytingu á fjarskiptalögum nr. 81/2003 um CE-merkingar á fjarskiptabúnað. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið [email protected] til 10. ágúst næstkomandi.

Með þeim breytingum sem hér eru lagðar til er markmiðið að innleiða ákvæði tilskipunar 2014/53/ESB inn í íslenska löggjöf. Með frumvarpinu verður hinum nýju reglum tryggð lagastoð en í framhaldinu mun ráðherra jafnframt setja nýja reglugerð um CE-merkingu fjarskiptabúnaðar.

Tilskipun 2014/53/ESB (almennt nefnd „RED tilskipunin“) kemur í stað hinnar svonefndu „R&TTE tilskipunar“ nr. 1999/5/EB sem áður gilti um sama efni. RED-tilskipunin fjallar um CE-merkingar á þráðlausan fjarskiptabúnað sem ætlað er að tryggja samræmi slíks búnaðar á Evrópska efnahagssvæðinu, tryggja ákveðna neytendavernd og tryggja skilvirkni og hagnýtingu á fjarskiptatíðnirófinu. Með því að kveða á um það hvaða þráðlausa búnað má setja á markað og nota á hinum innri markaði, hvernig gæði búnaðarins eru tryggð og hverjir bera ábyrgð er m.a. hægt að stuðla að bættum fjarskiptum og koma í veg fyrir óþarfa truflanir á því sviði.

Í reglum um CE-merkingu á fjarskiptabúnað eru skilgreindar grunnkröfur til rekstraraðila og kröfur um samræmi búnaðar. Gerðar eru kröfur til framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila um að tryggja að þráðlaus fjarskiptabúnaður hafi verið CE-merktur og uppfylli þar með skilyrði gildandi laga og reglna á EES-svæðinu. Þá er að finna ákvæði um aukið markaðseftirlit vegna innflutnings á þráðlausum fjarskiptabúnaði og loks nýmæli um stjórnvaldssektir sé brotið gegn reglunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira