Hoppa yfir valmynd
1. júní 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ný lög samþykkt

Lög um rannsókn flugslysa og lög um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum, voru nýlega samþykkt á Alþingi.

Lög um rannsókn flugslysa fela í sér heildarendurskoðun á löggjöf um rannsókn flugslysa. Meðal breytinga sem lögin fela í sér er að stjórnskipulag flugslysarannsókna verður breytt og rannsóknarnefnd skipuð þremur mönnum í stað fimm áður. Þá verður skipaður sérstakur forstöðumaður sem annast daglegan rekstur og er jafnframt rannsóknarstjóri.

Lög um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands fela m.a. í sér að Siglingastofnun hefur umsjón með framkvæmd og eftirlit með siglingavernd hér á landi. Þá er kveðið á um hvernig haga eigi birtingu tiltekinna viðauka við alþjóðasamninga á sviði siglinga og kóða, sem eru tæknilegs eðlis og varða aðeins takmarkaðan hóp manna. Að lokum eru gjaldtökuheimildir Siglingastofnunar styrktar.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira