Hoppa yfir valmynd
5. maí 2006 Utanríkisráðuneytið

Sjötta ræðismannaráðstefna utanríkisráðuneytisins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 29

Utanríkisráðuneytið heldur sjöttu ráðstefnu kjörræðismanna Íslands erlendis á Nordica hóteli 7. – 10. maí nk. Búist er við tæplega 170 kjörræðismönnum ásamt mökum á ráðstefnuna.

Fyrsta ræðismannaráðstefnan var haldin árið 1971 og hafa 6 þeirra ræðismanna er nú koma mætt á allar ræðismannaráðstefnur utanríkisráðuneytisins frá upphafi.

Kjörræðismenn Íslands erlendis eru alls um 250 talsins. Þeir eru ólaunaðir og vinna verðmæt störf í þágu Íslands. Þá er að finna í yfir 80 löndum og öllum heimsálfum.

Þess má geta að 79 kjörræðismenn hafa gegnt starfi fyrir Ísland í 10 ár eða lengur og tveir þeirra hafa haft ræðismannastörf með höndum í yfir 50 ár.

Fjölmiðlar eru velkomnir að vera viðstaddir opnunarræðu utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, mánudaginn 8. maí, kl. 09.00 á Nordica hotel.

Hafi fjölmiðlar áhuga á viðtölum við einstaka ræðismenn er bent á að hafa samband við Elínu Flygenring í síma 8649965 eða Jónínu Sigmundsdóttur í síma 8649939.

Hjálagt fylgir dagskrá ráðstefnunnar, ásamt þátttakendalista.

Dagskrá

Þátttakendur


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum