Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2010 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 17. ágúst 2010

Mál nr. 56/2010                   Eiginnafn:     Arnvið

 

Hinn 17. ágúst 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 56/2010:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Í máli þessu reynir á skilyrði nr. tvö hér að ofan. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi, sem varð að lögum nr. 45/1996, segir að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þarna segir að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Nöfn eins og Guðmund og Þorstein (í nefnifalli) eru því óheimil. Á sama hátt stríðir nafnið Arnvið gegn hefð nafnsins Arnviður og er því ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Arnvið (kk.) er hafnað.

 

 

 

Mál nr. 63/2010                    Eiginnafn:     Serena

 

Hinn 17. ágúst 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 63/2010:

Eiginnafnið Serena (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Serenu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Serena (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 64/2010                    Eiginnafn:     Bebba

 

Hinn 17. ágúst 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 64/2010:

Eiginnafnið Bebba (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Bebbu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Bebba (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 65/2010                    Eiginnafn:     Vöttur

 

Hinn 17. ágúst 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 65/2010:

Eiginnafnið Vöttur (kk.) tekur íslenskri beygingu, Vöttur – Vött – Vetti – Vattar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Vöttur (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 67/2010                    Eiginnafn:     Adriana

 

Hinn 17. ágúst 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 67/2010. Erindið barst nefndinni 4. ágúst.

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Í máli þessu reynir á skilyrði nr. þrjú hér að ofan. Ritháttur nafnsins Adriana (kvk.) getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn.

  1. Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
    1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;
    2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
    3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
    4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
    5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
  1. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.
  2. Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna ekki uppfyllt hvað varðar fjölda nafnbera.

Eiginnafnið Adriana uppfyllir þar af leiðandi ekki öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Adriana (kvk.) er hafnað.

 

 

 

Mál nr. 68/2010                    Eiginnafn:     Kókó

 

Hinn 17. ágúst 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 68/2010:

 Eiginnafnið Kókó (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kókóar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Kókó (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 69/2010                    Eiginnafn:     Ebbi

 

Hinn 17. ágúst 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 69/2010:

Eiginnafnið Ebbi (kk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Ebba, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Ebbi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum