Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2015 Innviðaráðuneytið

Fundur um flugöryggismál í einka- og frístundaflugi 18. febrúar

Öryggismál í einka- og frístundaflugi er efni fundar um flugöryggismál sem innanríkisráðuneytið stendur fyrir í samvinnu við Samgöngustofu, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Flugmálafélag Íslands. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. febrúar milli klukkan 9 og 12.45 á Icelandair hótelinu Reykjavík Natura.

Á fundinum verða kynntar reglur og umgjörð um almannaflug sem byggjast á innleiðingu á reglum EASA, Flugöryggisstofnunar Evrópu. Þá verður fjallað um þátt opinberra aðila í eflingu öryggis í almannaflugi en auk ráðuneytisins koma að slíkum málum bæði Samgöngustofa og Rannsóknarnefnd samgönguslysa svo og Flugmálafélag Íslands. Tilgangur fundarins er að auka skilning á reglum og innleiðingu þeirra í almannaflugi með samtali hins opinbera og grasrótarinnar.

Fundurinn er ætlaður flugrekendum, flugmönnum, flugnemum, fulltrúum flugskóla, rekstraraðila flugvalla og flugtengdrar starfsemi, starfsfólki ráðuneyta, eftirlitsstofnana og annarra sem fjalla um flug og flugtengda starfsemi.

Dagskrá fundarins:

Setning fundar 09:00-09:10 Fulltrúi innanríkisráðuneytisins
Hlutverk Samgöngustofu 09:10-09:25 Fulltrúi Samgöngustofu
Kynning á EASA og hlutverk í tengslum við almannaflug –
„General Aviation Roadmap“
09:25-10:30 Michel Masson,
fulltrúi EASA
Spurningar 10:30-11:00  
Kaffihlé 11:00-11:20  
Alvarleg flugatvik og flugslys 11:20-11:40 Þorkell Ágústsson
rannsóknarnefnd samgönguslysa
Tilkynningarskylda í almannaflugi 11:40-12:00 Sólveig Ragnarsdóttir, Samgöngustofu
Hlutverk Flugmálafélags Íslands 12:00-12:20 Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins
Spurt og svarað + samantekt + fundi slitið 12:20-12:45 Friðþór Eydal,
talsmaður Isavia

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum