Hoppa yfir valmynd
5. október 2003 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með varnarmálaráðherra Rússlands.

Nr. 107

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sergei B. Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, ásamt fylgdarliði embættismanna og fulltrúum fjölmiðla, átti í dag viðdvöl á Íslandi á leið sinni vestur um haf.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra bauð ráðherranum og fylgdarliði til vinnuhádegisverðar í Ráðherrabústaðnum þar sem m.a. var rætt um samskipti og samvinnu Rússlands og Atlantshafsbandalagsins, málefni Íraks og Afghanistan og tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands. Auk þess var farið með gestina í Þjóðmenningarhúsið þar sem handritasýning var skoðuð.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. október 2003.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum