Hoppa yfir valmynd
23. september 2020 Innviðaráðuneytið

Samningur undirritaður við Skútustaðahrepp um stuðning vegna hruns ferðaþjónustu

Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, og Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, við undirritunina. - myndLjósmynd: Byggðastofnun

Byggðastofnun og Skútustaðahreppur undirrituðu í dag samning um útfærslu á fjárveitingu til sveitarfélagsins vegna hruns í ferðaþjónustu. Um er að ræða fyrsta samninginn af þessu tagi en nýverið var kynnt að sex sveitarfélög fái slíkan stuðning. Það voru Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps sem undirrituðu samninginn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti á dögunum hvaða sex sveitarfélög fengju samtals 150 milljóna króna fjárveitingu vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Samkvæmt greiningu Byggðastofnunar munu sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá hvert um sig úthlutað 32 m.kr. en Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður fá hvert um sig 18 m.kr.

Aðgerðirnar eiga að styðja við atvinnulíf og samfélag vegna þessara tímabundnu aðstæðna. Markmið  þeirra er að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og styrkari stoðir þess, stuðla að nýsköpun og búa til tækifæri.

Þær aðgerðir sem Skútustaðahreppur hyggst fara í lúta að hamingjuverkefni Skútustaðahrepps, aðgerðaráætlun verkefnisins Nýsköpunar í norðri og greiningu á orkukostum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum