Hoppa yfir valmynd
26. október 2022 Forsætisráðuneytið

Líflegar umræður um aðgerðir gegn hatursorðræðu

Líflegar umræður voru á opnum samráðsfundi forsætisráðherra um aðgerðir gegn hatursorðræðu sem fram fór í Hörpu í gær en þátttakendur voru um 100 talsins. Fundurinn er liður í vinnu starfshóps um aðgerðir gegn hatursorðræðu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar og þá flutti dr. María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá Ríkislögreglustjóra, erindi. Fundargestum var skipt í umræðuhópa sem ræddu sín á milli um aðgerðir sem grípa megi til í baráttunni gegn hatursorðræðu og haturstjáningu í íslensku samfélagi.

„Það er ánægjulegt að sjá áhugann á þessu mikilvæga málefni birtast hér á þessum samráðsfundi. Hér áttu sér stað mjög gagnlegar umræður sem munu nýtast í vinnu okkar við að móta aðgerðir gegn hatursorðræðu en hreinskilin skoðanaskipti eru einmitt það sem við þurfum núna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Á fundinum fékk forsætisráðherra afhentar yfir þúsund undirskriftir frá UN Women þar sem stjórnvöld eru hvött til að bregðast við því bakslagi í hinsegin baráttunni sem virðist hafa skotið rótum í íslensku samfélagi og að halda áfram að beita sér á alþjóðavettvangi með því að þrýsta á aukin mannréttindi hinsegin fólks.

  • Líflegar umræður um aðgerðir gegn hatursorðræðu - mynd úr myndasafni númer 1
  • María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, afhendir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftirnar. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum