Hoppa yfir valmynd
18. desember 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Hækkun bóta almannatrygginga um áramót

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað tíu reglugerðir um hækkun bóta almannatrygginga 1. janúar 2019. Hækkun bóta nemur 3,6% í samræmi við launa- og verðlagsuppfærslur fjárlaga og tekur til lífeyristrygginga, félagslegrar aðstoðar, foreldragreiðslna og greiðslna til lifandi líffæragjafa.

Eftirfarandi eru upplýsingar um bótaflokkana og reglugerðirnar sem um ræðir:

  • Reglugerð um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2019.
    3,6% hækkun allra bóta lífeyristrygginga og félagslegrar aðstoðar, auk meðlagsgreiðslna og ráðstöfunarfjár.
  • Reglugerð um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2019.
    Viðmið vegna framfærsluuppbótar örorkulífeyrisþega og þak á tekjuviðmið vegna frekari uppbótar hækka um 3,6%. Efri tekjumörk breytast vegna hækkaðra bótafjárhæða (afleiddar stærðir).
  • Reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri.
    Heimilisuppbót hækkar um 3,6%. Viðmið vegna framfærsluuppbótar örorkulífeyrisþega hækkar um 3,6%. Þak á tekjuviðmið vegna frekari uppbótar hækkar um 3,6%. Breytingar eru gerðar á 5. gr. vegna nýlegra breytinga á lögum um tekjuskatt um skattleysi uppbóta á lífeyri.
  • Reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2019.
    Eingreiðslur (orlofs- og desemberuppbætur) til ellilífeyrisþega hækka um 3,6%.  Eingreiðslur til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega nema ákveðnu hlutfalli af fjárhæð tekjutryggingar og heimilisuppbótar.
  • Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.
    Uppbót vegna reksturs bifreiðar hækkar um 3,6%.
  • Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1255/2016, um ráðstöfunarfé og dagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar.
    Dagpeningar vegna dvalar utan stofnunar eða heimilis og ráðstöfunarfé til heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hækka um 3,6%. Efra tekjumark ráðstöfunarfjár hækkar um 3,6%.
  • Reglugerð um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2019 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
    Fjárhæðir greiðslna hækka um 3,6% og frítekjumark sömuleiðis.

  • Reglugerð um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2019 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.
    Fjárhæðir hækka um 3,6%.
  • Reglugerð um fjárhæð atvinnuleysistrygginga.
    Fjárhæðir hækka um 3,6%.
  • Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1218/2008, um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks, með síðari breytingum.
    Fjárhæðir hækka um 3,6%. Hámarksfjárhæð hækkar úr 520.000 kr. í 600.000 kr.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum