Hoppa yfir valmynd
15. júní 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Eignarnám vegna Kröflulínu 4 staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að eignarnám af hálfu Landsnets vegna Kröflulínu 4 hafi verið heimilt. 

Um er að ræða hluta af óskiptu landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Landsnet hafði áður samið við 17 af 19 sameigendum landsins sem samtals eiga um 92% eignarhluta jarðarinnar. Þar sem ekki náðust samningar við alla landeigendur leitaði Landsnet eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til að framkvæma eignarnám og var sú heimild veitt með ákvörðun þann 14. október 2016.

Dómur Hæstaréttar í dag staðfestir umrædda ákvörðun ráðuneytisins og að skilyrði eignarnáms hafi verið uppfyllt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum