Hoppa yfir valmynd
7. desember 2017 Utanríkisráðuneytið

Áhersla á virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum

Guðlaugur Þór með Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis, og Thomas Greminger, framkvæmdastjóra ÖSE. - mynd
Málefni Úkraínu, bárattan gegn hryðjuverkum og öfgahyggju og takmörkun vígbúnaðar voru ofarlega á baugi á utanríkisráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem haldinn var í Vínarborg í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, sat fundinn og lagði í máli sínu áherslu á virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum, og að blásið verði frekara lífi í viðræður um takmörkun vígbúnaðar. Einnig hvatti ráðherra til samvinnu gegn öfgahyggju og hryðjuverkum og minnti á mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.

Þá átti utanríkisráðherra tvíhliða samtöl við Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og handhafa formennsku í ÖSE, og Edward Nalbandian, utanríkisráðherra Armeníu, en 20 ár eru síðan stofnað var til stjórnmálasambands á milli Íslands og Armeníu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum