Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2020 Matvælaráðuneytið

Árétting vegna umfjöllunar um rannsóknir á rakaskemmdum

Í tilefni af umfjöllun um rannsóknir á rakaskemmdum í mannvirkjum áréttar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að áhersla er lögð á að efla rannsóknir í byggingariðnaði og tryggja samfellu í samfélagslega mikilvægum rannsóknum á borð við þær sem snúa að rakaskemmdum og myglu í mannvirkjum. 

Óháður samkeppnissjóður um bygginga- og mannvirkjarannsóknir, sem settur verður á fót í kjölfar samþykktar laga um opinberan stuðning við nýsköpun, mun opna opinbert styrkjaumhverfi fyrir rannsóknir háskóla, stofnana og atvinnulífs á þessu sviði. Umsóknir í sjóðinn verða metnar af faglega skipaðri valnefnd. Áhyggjur af hagsmunaárekstrum þar að lútandi eiga ekki við rök að styðjast, enda eru óháðir samkeppnissjóðir alþekkt leið til að styðja við rannsóknir á öllum sviðum.
 
Auk áherslu á rannsóknir í byggingariðnaði vill ráðuneytið stuðla að því að prófanir á byggingavörum verði framkvæmdar af faggildum aðilum í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Í þeim tilfellum sem verkfræðistofur tækju að sér hlutverk við prófanir á byggingarvörum og yrðu mögulega svonefndir tilkynntir aðilar af hálfu stjórnvalda, er gerð krafa um faggildingu samkvæmt lögum um byggingarvörur. Eitt skilyrði þess að prófunarstofa geti öðlast faggildingu á tilteknu sviði er að prófunarstofan sé hlutlaus, óháð hagsmunaaðilum og sjálfstæð, að öðrum kosti getur hún misst faggildingu sína.

Með tilkomu slíkrar stofu mun fyrirkomulag prófana verða í betra samræmi við það sem almennt gerist á Evrópska efnahagssvæðinu. 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum