Hoppa yfir valmynd
29. desember 2010 Utanríkisráðuneytið

Íslandsvinafélagið í Japan styrkir íslenskar björgunarsveitir

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, afhenti í dag Sigurgeir Guðmundssyni, formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, peningagjöf frá Íslandsvinafélaginu í Japan
OS_Landsbjorg

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, afhenti í dag Sigurgeiri Guðmundssyni, formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, peningagjöf frá Íslandsvinafélaginu í Japan en félagið gekkst fyrir peningasöfnun meðal félaga sinna þegar Eyjafjallajökull gaus fyrr á árinu. Alls söfnuðust rúmlega 1,5 milljón jena sem svarar til u.þ.b. 2,2 m.kr. og rennur gjöfin til þeirra björgunarsveita sem mest mæddi á meðan á eldgosinu stóð. Mun upphæðin skiptast á milli Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, Björgunarsveitar Landeyja og björgunarsveitanna Dagrenningar, Víkverja, Kyndils, Bróðurhandarinnar, Stjörnunnar og Lífgjafar.

Á myndinni má sjá Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Sigurgeiri Guðmundssyni formanni og Gunnari Stefánssyni sviðsstjóra Landsbjargar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum