Hoppa yfir valmynd
3. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Áform til kynningar um frumvarp til nýrra sóttvarnalaga

Áform til kynningar um frumvarp til nýrra sóttvarnalaga - myndStjórnarráðið

Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt áform um setningu nýrra sóttvarnalaga og frummat á áhrifum lagasetningar. Áætlað er að heilbrigðisráðherra mæli fyrir frumvarpinu á vorþingi. Áformin og frummatið eru unnin af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður er fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, embætti landlæknis, sóttvarnalækni, sóttvarnaráði, Landspítala og ríkislögreglustjóra. Formlegt samráð er ekki hafið en starfshópurinn hefur átt fundi með sóttvarnalækni annars vegar og landlækni hins vegar um fyrirhugaða lagasetningu.

Tilgangur frumvarpsins er m.a. að endurskoða stjórnsýslu sóttvarna, t.d. stöðu sóttvarnalæknis innan stjórnsýslunnar. Þá er lögð til breyting á því hvernig opinberar sóttvarnaráðstafanir eru ákvarðaðar í þeim tilgangi að fleiri aðilar komi að tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra um opinberar sóttvarnaraðgerðir. Þá eru gerðar ýmsar breytingar í þeim tilgangi að gera lögin aðgengilegri og skýrari. Þá er lagt til að skýra frekar hlutverk helstu aðila innan stjórnsýslunnar, lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn af landlækni, lagt er til að fjölskipuð farsóttanefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir sem eru á hendi sóttvarnalæknis í dag. Þá er lagt til að sóttvarnaráð verði lagt niður og verkefni þess flytjist til farsóttanefndar, sóttvarnalæknis og ráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum