Hoppa yfir valmynd
22. maí 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 22. maí 2012

Fundargerð 67. fundar, haldinn í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, Duusgötu 2–8, Reykjanesbæ. Sameiginlegur fundur velferðarvaktarinnar og Suðurnesjavaktarinnar þriðjudaginn 22. maí 2012, kl. 14.00–16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, varamaður Ástu S. Helgadóttur, umboðsmanns skuldara, Elín Rósa Finnbogadóttir, varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Hugrún Jóhannesdóttir, varamaður Gissurar Péturssonar, tiln. af Vinnumálastofnun, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður landlæknis, Ólafur Magnússon, varamaður Sigurrósar Kristinsdóttur, tiln. af ASÍ, Þorbjörn Guðmundsson, Ingibjörg Broddadóttir og Margrét Erlendsdóttir.

Fulltrúar Suðurnesjavaktarinnar: Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar, Egill Heiðar Gíslason, frá Íbúðalánasjóði, Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbæ, Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Hrönn Harðardóttir, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Jófríður Leifsdóttir Keili, Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerði, Garði og Vogum, Lára Sturludóttir, hjá sýslumanninum í Keflavík, Linda Ásgrímsdóttir Vinnumálastofnun, Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félags- og fræðsluþjónustusviðs Grindavíkurbæjar, Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaprestakalli, Stefanía Hákonardóttir, Suðurnesjadeild Rauða krossins, og Hera Ósk Einarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjanesbæ.

  1. Ingibjörg Broddadóttir formaður Suðurnesjavaktarinnar bauð velferðarvaktina velkomna til fundarins.
  2. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri í Reykjanesbæ bauð gesti velkomna til bæjarins og greindi frá hlutverki og sögu Duushúsa.
  3. Lovísa Lilliendahl, verkefnastjóri Suðurnesjavaktarinnar, fjallaði um stöðu velferðarmála á Suðurnesjum og kynnti í megindráttum efni áfangaskýrslu Suðurnesjavaktarinnar sem verið er að leggja síðustu hönd á. Sjá nánari umfjöllun hér: http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/33407
  4. Umræður.
     Lára Björnsdóttir stýrði í framhaldi umræðum og lagði hún eftirfarandi spurningu fyrir fulltrúar Suðurnesjavaktarinnar: 

Hverju hefur Suðurnesjavaktin skilað til samfélagsins á Suðurnesjum?
Allir viðstaddir fulltrúar í Suðurnesjavaktinni tóku til máls. Meðal annars kom fram að meiri heildarsýn hafi náðst um stöðu velferðarmála á svæðinu, meira samstarf og betri tengingar. Það væri betri vitund um það sem aðrir væru að vinna að. Almennt væri samstarfsmódel Suðurnesjavaktarinnar að virka. Þá kom eftirfarandi fram:

  • „Það er lykilatriði á samvinna hefur aukist verulega á svæðinu, það styrkir tengslanetið að sjá nýjar lausnir og væntingar og að við höldum áfram að finna lausnir.“
  • „Hópurinn hefur lækkað alla þröskulda og við finnum betri leiðir.“
  • „Þetta eru jákvæðar tengingar á sama tíma og ekki er talað vel um Suðurnesin.“
  • „Vonast til að þetta verði víðtækara, að fleiri verði með. Að allir viti hvað við erum að gera.“
  • „Betri samþætting ... góð tengsl ... vitum hver er að gera hvað ... eins konar virðiskeðja. Litlir draumar ... vonandi fáum við að hafa Lovísu áfram ... stórir draumar ... allt á einum stað.“
  • Þá var rætt um að Áfangaskýrslan 2011 hafi verið gagnleg og einnig bæklingur Suðurnesjavaktarinnar, Úrræði og athafnir á Suðurnesjum, með upplýsingum um hvað er í boði á sviði velferðarþjónustu á Suðurnesjum. Stungið var upp á að stofnað yrði velferðarhús Suðurnesja.

Lára þakkaði viðbrögðin. Lovísa nefndi að hópurinn hafi verið samstilltur allt frá byrjun og Ingibjörg greindi frá því að samstarf hópsins hafi meðal annars leitt til aukins samstarfs foreldrafélaganna á svæðinu.

Þorbjörn vakti athygli á að grunnforsenda velferðar væri blómlegt atvinnulíf og fjölgun atvinnutækifæra og enn vantaði nokkuð á að það væri komið í viðunandi horf á Suðurnesjum. Einnig lýstu menn áhyggjum yfir hve stór hluti íbúa á Ásbrú þarfnist fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins. Berglind, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Suðurnesjavaktinni, upplýsti að alls 18 sprotafyrirtæki starfi á Ásbúarsvæðinu á vegum atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar og væru mörg þeirra með góðar forsendur til framtíðarstarfsemi.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum