Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll staðfestar

Samgönguráðherra hefur samþykkt skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll og öðlast þær gildi við birtingu í Lögbirtingablaðinu í dag, föstudag 7. ágúst. Reglurnar og uppdrætti má sjá hér að neðan.

Flugvélar á Reykjavíkurflugvelli
Flugvélar á Reykjavíkurflugvelli

Uppkast að reglunum var kynnt á tímabilinu 17. mars til 14. apríl í ár. Þrettán athugasemdir og ábendingar bárust og voru ýmsar breytingar gerðar með hliðsjón af þeim. Greinargerð hefur verið send þeim sem gerðu athugasemdir.

Reglurnar má nálgast hér að neðan og á vefsíðum Flugmálastjórnar Íslands http://www.caa.is/Forsida/ og Flugstoða ohf. http://flugstodir.is/. Einnig má sjá umsögn um athugasemdir við reglurnar á þessum sömu stöðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira