Hoppa yfir valmynd
19. desember 2008 Innviðaráðuneytið

Rúmir 5,5 milljarðar frá Jöfnunarsjóði áætlaðir til grunnskóla 2009

Áætlað er að framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til rekstur grunnskóla muni nema rúmlega 5,5 milljöðrum króna á næsta ári. Samgönguráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 12. desember síðastliðinn um áætluð framlög á árinu 2009.

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru í fyrsta lagi almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskólanna, í öðru lagi framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda og í þriðja lagi eru framlög vegna nýbúafræðslu.

Áætluð almenn jöfnunarframlög

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um úthlutun almennra jöfnunarframlaga til sveitarfélaga, vegna reksturs grunnskóla á árinu 2009 nemi samtals 4.126 milljónum króna. Samhliða fer fram leiðrétting á áætluðu almennu jöfnunarframlagi vegna ársins 2007, þar sem endanlegur álagningarstofn útsvars þess árs liggur nú fyrir.


Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

Ráðgjafarnefndin leggur til að fyrsta tillaga að úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á árinu 2009 nemi samtals um 1.308 milljónum króna. Annars vegar er um að ræða áætlað framlag til Reykjavíkurborgar að fjárhæð 630 milljónir króna á grundvelli samnings vegna reksturs sérskóla/sérdeilda, sem áður voru rekin af ríkinu, en hins vegar er áætlað framlag að fjárhæð um 678 milljónir vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri í öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg.

Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu

Ráðgjafarnefndin leggur til að fyrsta tillaga að úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu á árinu 2009 nemi samtals um 138 milljónum króna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum