Hoppa yfir valmynd
29. desember 2008 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögu um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2009 að upphæð 3.900 milljónir króna og hefur Kristján L. Möller samgönguráðherra samþykkt tillögu nefndarinnar. Framlögin verða greidd sveitarfélögunum mánaðarlega.

Einnig hefur ráðgjafanefndin lagt fram áætlun um heildarúthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2009 og nema þau alls rúmum 1.300 milljónum króna.


Áætluð útgjaldajöfnunarframlög

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2009, sbr. 13. gr. rgl. nr. 113/2003, nemi 3.900 milljónum króna.

Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega, en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember.


Áætluð framlög vegna lækkaðra fasteignaskattstekna


Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun framlaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2009, sbr. reglugerð nr. 80/2001, nemi 2.288,4 milljónum króna. Jöfnunarsjóður greiðir sveitarfélögum hluta þess fyrirfram eða sem nemur 60% af áætluðu framlagi ársins sem eru rúmlega 1.373 milljónir króna. Greiðslan er innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum mánuðina febrúar til júní. Uppgjör framlaganna greiðist með þremur jöfnum greiðslum mánuðina, júlí, ágúst og september.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum