Hoppa yfir valmynd
17. desember 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Velgengni og vellíðan

Dóra afhendir Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra eintak af bókinni
Dóra afhendir Guðlaugi eintak af bókinni

Lýðheilsustöð kynnti nýútgefna bók sína Velgengni og vellíðan - Um geðorðin 10 í Borgarbókasafninu, Tryggvagötu, í hádeginu í dag og við sama tækifæri tók Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, formlega við eintaki af bókinni. Höfundur bókarinnar er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð og afhenti hún ráðherra bókina. Hún kynnti við sama tækifæri hugmyndirnar sem liggja að baki útgáfunni. Ágóði af sölu bókarinnar rennur til góðgerðamála, m.a. til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar.

Sjá nánar frétt frá Lýðheilsustöð (opnast í nýjum glugga).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum