Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Bóluefni gegn fuglainflúensu

Keyptir hafa verið tíu þúsund skammtar af bóluefni gegn fuglainflúensu til landsins. Það er sóttvarnalæknir sem hefur fyrir hönd heilbrigðisyfirvalda fest kaup á 10.000 skömmtum af bóluefni gegn fuglainflúensu (H5N1) fyrir menn. Það er framleitt af GlaxoSmithKline (GSK) og verður til taks ef veiran greinist hér á landi. Ákvörðun um hvenær og hverjum bóluefnið verður gefið verður tekin af sóttvarnalækni, en leiðbeiningar þar að lútandi hafa ekki verið gefnar út enn sem komið er. Ísland er eitt af fyrstu löndum heimsins til að tryggja sér birgðir af bóluefni gegn fuglaflensu. Eins og áður hefur verið greint frá þá tryggðu íslensk heilbrigðisyfirvöld sér kauprétt á 300.000 skömmtum af bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu fyrr á þessu ári.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira