Hoppa yfir valmynd
7. desember 2015 Utanríkisráðuneytið

Loftferðasamningur við Máritíus undirritaður

Loftferðasamningur við Máritíus
Loftferdasamningur-vid-Maritius3

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Joel Rault, sendiherra Máritíus, undirrituðu loftferðasamning ríkjanna í París í dag. Samningurinn gefur flugrekendum ríkjanna gagnkvæmar heimildir til farþega- og fraktflugs með viðkomu í hvoru ríki. EFTA og Máritíus undirrituðu samstarfsyfirlýsingu árið 2009 sem miðar að því að efla tvíhliða viðskipti Máritíus við EFTA-ríkin.

Ísland hefur nú gert alls 95 loftferðasamninga. Flug á grundvelli þeirra og annarra samkomulaga um réttindi sem Ísland hefur gert heimilar nú flug til 109 ríkja. Flugsamgöngur er afar mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og skilaði hún 16% allra gjaldeyristekna árið 2014. Auk þess að þjóna farþegaflutningum til og frá Íslandi eða yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi, stunda íslenskir flugrekendur víðtækt farm- og leiguflug víðsvegar um heiminn.

Sjá nánar um loftferðasamninga Íslands við önnur ríki á heimasíðu utanríkisráðuneytisins https://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/loftferdasamningar/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum