Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Rúmlega sex af hverjum tíu Dönum fylgjandi alþjóðlegri þróunarsamvinnu

Tæplega tveir af hverjum þremur Dönum styðja alþjóðlega þróunarsamvinnu danskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun um þekkingu og viðhorf Dana til þróunarsamvinnu.

Ulla Tørnæs ráðherra þróunarmála í dönsku ríkisstjórninni fagnar þessari niðurstöðu og segir í fréttatilkynningu danska utanríkisráðuneytisins að það sé mjög jákvætt að svo margir Danir styðji þróunarsamvinnu. Hún bendir á að danska þjóðin átti sig á því að með hjálparstarfi á alþjóðavísu sé verið að gæta danskra hagsmuna.

Skoðanakönnunin leiðir einnig í ljós að þekking á Heimsmarkmiðunum sautján sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samykkti árið 2015 hefur aukist úr 12% í 16%. Þekkingin er marktækt meiri meðal yngri hópa þjóðfélagsins eins og sést á því að 33% aðspurðra í aldurshópnum 18-24 ára þekktu til Heimsmarkmiðanna.

Fréttatilkynning danska utanríkisráðuneytisins

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum