Hoppa yfir valmynd
28. september 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu átta mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu jókst handbært fé frá rekstri um 35,6 millj­arða króna innan ársins, sem er 19,3 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 27 millj­örðum hærri en í fyrra á meðan gjöldin hækkuðu um 6 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 33,2 milljarða króna, en hann var jákvæður um 27,6 milljarða á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – ágúst 2002 til 2006

(Í milljónum króna)

 

 

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

152.633

170.668

181.033

219.294

246.109

Greidd gjöld

165.773

176.919

189.354

203.787

209.728

Tekjujöfnuður

-13.140

-6.251

-8.322

15.507

36.381

Söluhagn. af hlutabr. og eignahlutum

-3.175

-12.059

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-1.120

-790

1.560

791

-823

Handbært fé frá rekstri

-17.435

-19.100

-6.761

16.298

35.558

Fjármunahreyfingar

8.214

17.773

7.829

11.260

-2.339

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-9.221

-1.327

1.068

27.558

33.219

Afborganir lána

-22.123

-18.437

-29.593

-33.363

-32.592

   Innanlands

-10.067

-6.028

-4.576

-14.015

-9.719

   Erlendis

-12.056

-12.409

-25.017

-19.348

-22.873

Greiðslur til LSR og LH

-6.000

-5.000

-5.000

-2.600

-2.640

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-37.344

-24.764

-33.525

-8.406

-2.013

Lántökur

32.171

21.828

40.177

15.832

25.247

   Innanlands

9.288

20.095

16.928

11.555

17.673

   Erlendis

22.884

1.733

23.249

4.277

7.574

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

-5.172

-2.936

6.652

7.426

23.234

 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 246 ma.kr. á fyrstu átta mánuðum ársins. Það er 27 ma.kr. eða 12,2% meira en á sama tíma í fyrra. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur aukningin 10,7%. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um rúm 13% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 6,4% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því 6½%. Aðrar tekjur minnkuðu um 21%, en það stafaði af því að arðgreiðslur frá Símanum voru ekki fyrir hendi í ár, þar eð hann er nú í einkaeigu, en í fyrra námu arðgreiðslur hans 6,3 ma. kr. meðan hann var einn í ríkiseigu.

Skattar á tekjur og hagnað námu 79 ma.kr. og jukust um 18 ma.kr. frá síðasta ári, eða 30%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 12% og lögaðila um 70% (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu) og fjár­magns­tekjuskattur um 45%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 15% milli ára, eða 6% umfram hækkun launavísitölu á sama tíma. Inn­heimta eignarskatta nam 6,4 ma.kr. sem er þriðjungi minna en á sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 5 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur dregist saman um 20% frá fyrra ári, meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.

Innheimta almennra veltuskatta nam 117 ma.kr. á fyrstu átta mán­uðum ársins og jókst um 10½% að nafnvirði frá fyrra ári eða 4% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 11% sem jafngildir tæplega 5% raunaukningu. Vegna laga­breytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutnings­gjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar en sé litið á hreyfanlegt meðaltal nokkurra mánuða kemur fram að verulega hefur hægt á raun­vexti tekna af sköttum sem lagðir eru á vöru og þjónustu. Aðrir skattar en virðisaukaskattur nema um þriðjungi af veltusköttum í heild og sé horft á þróun þess hluta veltuskattanna kemur einnig fram hjöðnun raunvaxtar á þessu ári sem hefur snúist í samdrátt um þessar mundir. Stærsti einstaki liður þessara skatta eru vörugjöld af öku­tækjum. Eftir mjög mikla aukningu þeirra á sl. ári hefur innheimta þeirra það sem af er þessu ári aðeins aukist um 3% umfram almennt verðlag.

Tekjur ríkissjóðs janúar–ágúst 2004 til 2006

 

Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

169.327

200.652

230.505

 

15,2

18,5

14,9

Skattar á tekjur og hagnað

52.640

60.880

78.979

 

20,4

15,7

29,7

Tekjuskattur einstaklinga

39.040

43.108

48.151

 

12,6

10,4

11,7

Tekjuskattur lögaðila

6.619

7.340

15.746

 

127,4

10,9

114,5

Skattur á fjármagnstekjur

6.981

10.432

15.082

 

13,7

49,4

44,6

Eignarskattar

6.344

9.537

6.358

 

16,9

50,3

-33,3

Skattar á vöru og þjónustu

89.220

105.844

116.941

 

13,1

18,6

10,5

Virðisaukaskattur

59.885

72.534

80.676

 

13,5

21,1

11,2

Vörugjöld af ökutækjum

4.111

7.053

7.590

 

36,3

71,6

7,6

Vörugjöld af bensíni

5.679

5.872

5.968

 

19,8

3,4

1,6

Skattar á olíu

4.266

3.755

4.339

 

18,6

-12,0

15,5

Áfengisgjald og tóbaksgjald

6.844

7.189

7.500

 

1,8

5,0

4,3

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

8.435

9.441

10.869

 

4,9

11,9

15,1

Tollar og aðflutningsgjöld

1.927

2.105

2.546

 

15,1

9,2

21,0

Aðrir skattar

1.140

1.236

1.368

 

.

8,5

10,7

Tryggingagjöld

18.056

21.050

24.311

 

9,3

16,6

15,5

Fjárframlög

216

270

736

 

-64,5

25,1

172,7

Aðrar tekjur

11.461

18.094

14.350

 

5,8

57,9

-20,7

Sala eigna

29

277

518

 

-

-

-

Tekjur alls

181.033

219.293

246.109

 

6,1

21,1

12,2



 

Greidd gjöld nema 209,7 milljörðum króna og hækka um 5,9 milljaða milli ára, eða um 2,9%. Vaxtagreiðslur lækka hins vegar um 8,1 millj­arð, einkum vegna þess að stór flokkur spariskírteina var á inn­lausn í apríl í fyrra. Að vaxtagreiðslum undanskildum hækka gjöldin um 14 milljarða eða 7,5%. Mest munar um 4 milljarða hækkun til heil­brigðis­mála og 2,9 milljarða til menntamála. Þá hækka greiðslur til almanna­trygginga- og velferðarmála um 2,5 milljarða og til almennrar opin­berrar þjónustu um 1,9 milljarða. Greiðslur til löggæslu hækka um 1 milljarð, en greiðslur til atvinnumála hækka mun minna, eða um 0,5 milljarða milli ára. Heilbrigðismál og almannatryggingar vega sam­tals um helming af heildargreiðslum ríkisjóðs.

Gjöld ríkissjóðs janúar-ágúst 2004 til 2006

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

32.083

39.170

33.012

 

22,1

-15,7

Þar af vaxtagreiðslur

10.282

15.796

7.696

 

53,6

-51,3

Heilbrigðismál

48.440

52.245

56.223

 

7,9

7,6

Almannatryggingar og velferðarmál

46.480

48.091

50.596

 

3,5

5,2

Efnahags- og atvinnumál

27.836

26.728

27.226

 

-4,0

1,9

Menntamál

17.850

20.525

23.471

 

15,0

14,4

Menningar-, íþrótta- og trúmál

8.621

8.379

9.327

 

-2,8

11,3

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

5.681

6.075

7.115

 

6,9

17,1

Umhverfisvernd

2.205

2.274

2.466

 

3,1

8,5

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

159

300

292

 

88,5

-2,6

Gjöld alls

189.354

203.787

209.728

 

7,6

2,9



 

Lántökur ársins nema 25,2 milljörðum króna en afborganir lána 35,6 milljörðum. Mismunurinn er fjármagnaður með handbæru fé frá rekstri.

Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóð nam um 1 milljarð króna á árinu og 2,6 milljarðar voru greiddir til Lífeyrissjóðs starfs­manna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkis­sjóðs.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum