Hoppa yfir valmynd
12. september 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Afhending leiðsöguhunda fyrir blinda

Guðlaugur Þór Þórðarson

Ávarp heilbrigðisráðherra við afhendingu fjögurra

 leiðsöguhunda til notenda

12. sepember 2008 kl 14.00

húsi Blindrafélags Íslands, Hamrahlíð 17.

 

 

Ágætu gestir.

- ég ætti kannski að segja bæði tvífætlingar og fjórfætlingar.

Á síðasta ári var gert samkomulag til sex ára milli heilbrigðisráðuneytisins og Blindrafélagsins um að hingað til lands yrðu fluttir fimm leiðsöguhundar frá Noregi til notkunar fyrir jafnmarga blinda Íslendinga. Blindrafélagið hefur lagt fram fé til verksins og Lionshreyfingin hefur líka styrkt verkefnið af myndarbrag. Þetta er gott dæmi um samvinnu frjálsra félagasamtaka og hins opinbera.

Allmörg ár eru síðan Friðgeir Jóhannsson fékk sinn fyrsta hund og hefur að eigin sögn haft mikið gagn af honum, hundurinn hefur aukið frelsi hans til ferða og athafna. Í dag er komið að því að Friðgeir fái sinn annan hund og þrír einstaklingar fá sinn fyrsta hund í dag.

Þetta er mikilvægur áfangi í verkefninu og við í heilbrigðisráðuneytinu ætlum að fylgjast vel með hvernig til tekst.  Það er dýrt að þjálfa upp leiðsöguhund og til að fara í dýr verkefni verðum við, sem berum ábyrgð á að ráðstafa sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna, að vera alveg viss um að ekki sé hægt að ná fram sama árangri á hagkvæmari hátt. Ég er reyndar ekki í vafa um að ekki er hægt að ná sama árangri með öðru móti.

Ég hyggst setja á fót starfshóp til að fara yfir reynsluna af notkun leiðsöguhunda hér á landi til að meta hvort ástæða sé til að hafa framhald af þessu verkefni.  Enn er ekki búið að ráðstafa fimmta hundinum en mér er kunnugt um að fjórir einstaklingar til viðbótar hafa óskað eftir að fá leiðsöguhunda.

Ég vil þakka Blindrafélaginu fyrir þeirra frumkvæði í málinu og gott samstarf. Ykkur, sem hér fáið leiðsöguhunda, óska ég til hamingju vona að augu og vit þessara fallegu hunda auki ykkur frelsi og ánægju. Ég  veit að góður hundur er líka góður félagsskapur, og tala þar af eigin reynslu.

Það er ósk mín að verkefnið í heild sinni muni ganga vel og að fimmti hundurinn komi einnig til með að nýtast fyrr en síðar.

(
Talað orð gildir)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum