Hoppa yfir valmynd
24. júní 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkissjóður Íslands kaupir eigin bréf í flokki RIKH 18 1009

Ríkissjóður Íslands keypti í dag til baka bréf í óverðtryggða ríkisbréfaflokknum RIKH 18 1009 að nafnverði 30 ma.kr. á verðinu 100,29.  Gjalddagi flokksins er í október 2018. Flokkurinn var upphaflega gefinn út til endurfjármögnunar fjármálastofnana. Heildarstærð flokksins eftir endurkaupin er nú 182,9 ma.kr. að nafnvirði. Endurkaupin eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veitir Esther Finnbogadóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti í síma 545-9200. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum