Hoppa yfir valmynd
26. október 2004 Utanríkisráðuneytið

Aukin þróunaraðstoð framlag Íslands í baráttunni gegn fátækt

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York flutti ávarp í allsherjarþinginu þriðjudaginn 26. okt. sl. við umræður um skýrslu Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) fyrir árið 2004.

Þar sagði hann m.a. að alþjóðasamfélagið hafi skuldbundið sig til að takast á við vanda fátækustu þjóða heims. Þótt staða nokkurra þeirra hafi batnað hafi önnur dregist aftur úr. Þjóðir heims þurfi að taka höndum saman til að ná markmiðum aldamótayfirlýsingarinnar um að minnka fátækt í heiminum. Ísland muni leggja sitt af mörkum til þess, m.a. með því að auka framlög sín til þróunaraðstoðar á næstu árum.

Hann sagði jafnframt að næsta ár yrði afar mikilvægt í starfi að réttindamálum kvenna, því 49. fundur kvennanefndar samtakanna yrði tileinkaður endurskoðun Peking-yfirlýsingarinnar og niðurstöðu 23. aukaallsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem fjallaði um jafnrétti, þróun og frið á 21. öld.

Að lokum lýsti fastafulltrúi vonbrigðum yfir því að ECOSOC hefði staðfest ákvörðun 60. þings mannréttindaráðsins nr. 2004/117 um mannréttindi og ábyrgð (Human Rights and Human Responsibilities), sem því miður takmarki grundvallarmannréttindi.

Ræða fastafulltrúa fylgir hjálagt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum