Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Kómoreyjar

Stofnun stjórnmálasambands við Kómoreyjar
Stofnun stjórnmálasambands við Kómoreyjar

Föstudaginn 29. október sl. undirrituðu sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Mahmoud M. Aboud, fastafulltrúar Íslands og Kómoreyja hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Kómoreyjar eru eyjaklasi úti fyrir austurströnd sunnanverðrar Afríku, milli Mósambík og Madagaskar. Íbúar eru 650 þúsund talsins, langflestir Súnní múslimar. Kómoreyjar eru fjórar, en ein þeirra, Mayotte, tilheyrir enn Frakklandi. Saman mynda þrjár þeirra nú sambandsríkið Samband Kómoreyja (Union of the Comores).

Auðug túnfiskmið eru úti fyrir ströndum Kómoreyja en þau eru að mestu nýtt af fiskiskipaflota ESB samkvæmt samningi. Flestir eyjaskeggjar lifa af kotbúskap en ræktun vanillubauna er mikilvæg útflutningsgrein. Þjóðartekjur eru lágar og þörf á þróunarsamvinnu um uppbyggingu nútíma atvinnuhátta í landinu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum