Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Fréttapistill vikunnar 31. janúar - 6. febrúar

Hjúkrunarheimili á Vífilsstöðum ? 50 ný rými fyrir aldraða
Tekið hefur verið í notkun nýtt hjúkrunarheimili á Vífilsstöðum í Garðabæ. Hrafnista annast rekstur heimilisins samkvæmt samningi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Á heimilinu verða 50 vistmenn og er gert ráð fyrir að níu af hverjum tíu þeirra sem dvelja á Vífilsstöðum muni koma frá öldrunarsviði Landspítala ? háskólasjúkrahúss. Hjúkrunarforstjóri á Vífilsstöðum er Ingibjörg Tómasdóttir.

Fyrsta einkarekna heilsugæslustöðin tekin til starfa
Ný heilsugæslustöð er tekin til starfa í Salahverfi í Kópavogi. Stöðin er einkarekin og sú fyrsta hérlendis þar sem reksturinn er boðinn út. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók stöðina formlega í notkun s.l. laugardag. Fyrirtækið Salus rekur heilsugæslustöðina samkvæmt samningi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sem gildir til ársloka 2011. Nánar...

Viðbúnaður á Íslandi vegna fuglaflensu
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn tillögur sóttvarnarlæknis um aðgerðir hér á landi vegna fuglaflensunnar. Ríkisstjórnin samþykkti að verja 10 milljónum króna til kaupa á veirulyfjum og að kaupa lyf við sjúkdómnum þegar þau verða tilbúin, væntanlega eftir nokkra mánuði.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
6. febrúar 2004

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum