Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp til að breyta sjónstöðvarlögunum

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi að breytingum á lögum nr. 18/1984 um Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra. Með frumvarpinu er verið að skilgreina rétt einstaklinga með tilliti til sjúkratrygginga til samræmis við það sem gildir um annars konar heilbrigðisþjónustu. Greiðsluþátttaka hins opinbera er skýrð og skilgreind, t.d. þegar í hlut eiga einstaklingar sem þurfa sérhæfð hjálpartæki. Er samkvæmt frumvarpinu gert ráð fyrir að ráðherra setji formlega gjaldskrá vegna þjónustunnar sem veitt er. Helst breytingar á lögunum skv. frumvarpinu eru: Í 1. gr. er sett skilyrði um að einstaklingur þurfi, eins og áður er sagt, að vera sjúkratryggður til að fá þjónustu og er það til samræmis við það sem gildir um sambærilega heilbrigðisþjónustu samkvæmt öðrum lögum hér á landi. Í 2. gr. er orðalag gert skýrara að því er varðar þátttöku ríkisins í kostnaði við sérhæfð hjálpartæki fyrir sjónskerta. Ákvæðið felur ekki í sér efnislega breytingu frá núgildandi lögum. Í 3. gr. er verið að gera ákvæði skýrari að því er varðar gjaldtöku fyrir sérfræðilæknisþjónustu og rannsóknir. Kveðið er skýrar á um að stofnunin annist þjónustu við einstaklinga sem sjúkratryggðir eru samkvæmt lögum um almannatryggingar og að þeir skuli greiða gjald samkvæmt ákvæðum þeirra laga. Er talið rétt að sömu skilyrði gildi um þjónustu stofnunarinnar og gildir um aðra heilbrigðisþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að þeir sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi greiði gjald fyrir þjónustu stofnunarinnar samkvæmt gjaldskrá ráðherra eins og aðrir sem njóta heilbrigðisþjónustu, en eru ekki sjúkratryggðir hér á landi. Í 4. gr. er nýmæli um að ráðherra hafi heimild til að setja reglugerð um nánari framkvæmd laganna og fellt er brott ákvæði um að ráðherra setji stofnuninni starfsreglur.

Frumvarpið...

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum