Hoppa yfir valmynd
11. desember 2003 Dómsmálaráðuneytið

Lögreglan efld á höfuðborgarsvæðinu

Við útskrift lögreglunema, sem fram fór í Bústaðakirkju í dag við hátíðlega athöfn, skýrði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra frá nýjum aðgerðum til þess að efla lögregluna í tilefni af nýlegum atburði.

Fréttatilkynning
33/2003


Við útskrift lögreglunema, sem fram fór í Bústaðakirkju í dag við hátíðlega athöfn, skýrði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra frá nýjum aðgerðum til þess að efla lögregluna í tilefni af nýlegum atburði.

Björn sagði m.a. í ræðu sinni:

"Samstarf milli umdæma á grundvelli sameiginlegrar fjarskiptamiðstöðvar hefur á tiltölulega skömmum tíma sannað gildi sitt. Nýlegt dæmi um góðan árangur af skjótvirku samstarfi er handtaka á vopnuðum ræningjum við Hafravatn síðastliðinn mánudag. Vegna þessa atburðar og til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hef ég í dag fengið heimild formanna ríkisstjórnarflokkanna og fjármálaráðherra til að efla styrk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur um það eru í smíðum og lít ég þar sérstaklega til sérsveitar lögreglunnar."

Ræðan er birt í heild hér á heimasíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum