Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2004 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra skipar í tvö embætti héraðsdómara

Dómsmálaráðherra hefur skipað Skúla Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti héraðsdómara í Reykjavík og Símon Sigvaldason, skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands, í embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn dómstól sbr. heimild í lögum um dómstóla. Skipað er í stöðurnar frá 1. febrúar 2004.

Fréttatilkynning
Nr. 1/ 2004

Dómsmálaráðherra hefur skipað Skúla Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti héraðsdómara í Reykjavík og Símon Sigvaldason, skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands, í embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn dómstól sbr. heimild í lögum um dómstóla. Skipað er í stöðurnar frá 1. febrúar 2004.

Aðrir umsækjendur um stöðurnar voru Arnfríður Einarsdóttir settur héraðsdómari, Ásgeir Magnússon hæstaréttarlögmaður, Friðjón Örn Friðjónsson hæstaréttarlögmaður, Indriði Þorkelsson héraðsdómslögmaður og Sigrún Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
30. janúar 2004.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum