Hoppa yfir valmynd
3. júní 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ráðstefna samgönguráðherra Evrópu

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sat fund samtaka samgönguráðherra Evrópu

í Slóveníu, dagana 26. - 27. maí síðastliðinn.

Umrædd samtök kallast á ensku "European Conferance of Minsters of Transport". Í þeim eru 43 Evrópuríki með fulla aðild og 7 ríki sem ekki eru Evrópuríki en eru með svokallaða samstarfsaðild. Eitt ríki í viðbót hefur svo áheyrnaraðild.

Samtökin starfa fyrst og fremst á sviði stefnumörkunar og reka umfangsmikið rannsóknastarf á því sviði. Einu sinni á ári hittast samgönguráðherrar þessara landa til að skiptast á skoðunum og jafnframt til að samþykkja stefnuyfirlýsingar um hin ýmsu málefni samgangna og þá fyrst og fremst varðandi samgöngur á landi.

Eftirfarandi atrið voru megin málefni fundarins í Slóveníu:

1. Áætlanagerð varðandi fjárfestingar í samgöngum.

2. Gjaldtaka af samgöngum.

3. Öryggi í samgöngum.

4. Afnám hindarana við landamæri.

5. Bætt aðgengi.

6. Umferðaröryggismál og hvernig ná megi markmiði um 50% fækkun alvarlegra slysa.

7. Kvótar í landflutningum milli landa.

7. Framtíðar stefnumið ECMT.

Þótt margt kunni að vera ólíkt í aðstæðum milli allra þessara landa þá er staðreyndin sú að verkefnin eru um margt þau sömu. Fyrir okkur Íslendinga er þó sérstaklega fróðlegt að fylgjast með umræðu um bætta áætlanagerð í samgöngum og um hugmyndir ríkjanna um nýjar aðferðir í gjaldtöku af umferð og þá sérstaklega stórra flutningabíla.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira