Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2021

Samtal með Parshottam Kodahai Rupala, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Indlands

Guðni Bragason sendiherra og Sigþór Hilmisson varamaður hans áttu í lok október sl. óformlegt samtal með Parshottam Kodahai Rupala, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Indlands á heimili hans. Þetta var fyrsti fundur með háttsettum aðila í sjávarútvegi síðan COVID-ástandið hófst. Megin umræðuefnið var að fylgja eftir samstarfsyfirlýsingunni um sjávarútvegsmál, sem gerð var 2019. Indverjar eru áhugasamir um samstarf í sjávarútvegsmálum, ekki síðst við Sjávarútvegsskólann og Íslenska sjávarklasann. Töluverður vaxtarbroddur er í viðskiptum á þessu sviði, einkum í ýmis konar sjávarútvegstækni og nýsköpunarvörum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum