Hoppa yfir valmynd
19. september 2006 Dómsmálaráðuneytið

Drög að frumvarpi til laga um meðferð sakamála kynnt.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórn á fundi hennar í morgun, 19. september, hvernig staðið yrði að kynningu á frumvörpum til laga um meðferð sakamála og um nálgunarbann. Réttarfarsnefnd hefur um nokkurt árabil unnið að því að endurskoða gildandi lög um meðferð opinberra mála. Nefndin lauk endurskoðuninni í sumar og hefur lagt fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið tillögur sínar um fyrrgreind frumvörp.

Að tillögu nefndarinnar eru frumvarpsgreinar um meðferð sakamála 240 talsins, og er skjalið alls yfir 200 síður. Í frumvarpinu um meðferð sakamála er að finna tillögur um þrískiptingu ákæruvaldsins en þær byggjast á hugmyndum Boga Nilssonar, ríkissaksóknara, sem ráðuneytið beindi til réttarfarsnefndar.

Þótt drögin liggi fyrir, eru ýmsir mikilvægir þættir ekki enn ræddir til hlítar. Á það til dæmis við um skipan ákæruvalds, heimildir lögreglu við rannsókn máls og um málefni, sem tengjast meðferð sakamáls fyrir dómi.

Til að hvetja til málefnalegra umræðna um þennan mikilvæga málaflokk, sem virðist vekja meiri almennan áhuga en oft áður, verða frumvörpin nú kynnt á vef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, áður en ráðuneytið tekur endanlega ákvörðun um í hvaða búningi þau verða lögð fyrir Alþingi.

Óskað er eftir ábendingum og umsögnum fram til 1. nóvember 2006. Einnig verður efni frumvarpanna kynnt á fundi Lögfræðingafélags Íslands 22. september.

Reykjavík 19. september 2006

Frumvarp til laga um nálgunarbann. (DRÖG) PDF- skjal

Umsagnir sendist rafrænt til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á netfangið: [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum