Hoppa yfir valmynd
15. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Atkvæði greidd utan kjörfundar erlendis sendist sýslumönnum eða kjörstjórnum

Kjósendur á erlendri grundu bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila. Senda skal atkvæði til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandinn telur sig standa á kjörskrá.  

Eftir að kjósandi hefur greitt atkvæði hjá kjörstjóra er kjörseðilsumslag og fylgibréf sett í forprentað umslag ætlað sýslumanni/kjörstjóra og lokað fyrir. Á bakhlið þess eru upplýsingar um kjósanda sem hann verður að fylla út svo atkvæðið rati á réttan stað. Vilji kjósandi ekki að nafn hans, kennitala og lögheimili sé sýnilegt öðrum er honum heimilt að setja þetta umslag ofan í annað og merkja það viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn.

Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo hægt sé að taka það til greina við kosninguna. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Lista með embættum sýslumanna er að finna hér að neðan, en sé ekki ljóst hvert atkvæðið á að fara má senda það til embættis sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík. Það embætti mun sjá um að koma atkvæðinu á réttan stað berist það fyrir kl. 17 á kjördag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum