Hoppa yfir valmynd
12. desember 2005 Utanríkisráðuneytið

Viðbótarfjárveiting vegna jarðskjálftans í Pakistan

Nr. 36

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherra hefur ákveðið að 12 milljón króna viðbótarfjárveitingu vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins.

Alþingi samþykkti umrædda fjárveitingu í fjáraukalögum ársins 2005 til viðbótar 18 milljón króna framlagi, sem áður hafði verið tilkynnt um.

Hlutverk Atlantshafsbandalagsins á sviði neyðaraðstoðar var á meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna sem haldinn var í Brusssel í síðustu viku. Þar var áréttað að bandalagið hefði brugðist við ákalli pakistanskra stjórnvalda og mundi í samvinnu við aðrar alþjóðastofnanir nýta flugflutninga og hraðlið til hjálparstarfsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira