Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2011 Innviðaráðuneytið

Lengri frestur til athugasemda um drög að frumvarpi til sveitarstjórnarlaga

Frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga er enn til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins en auk frumvarpsdraganna er þar nú einnig að finna athugasemdir við þau. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrögin til 8. febrúar næstkomandi á netfangið [email protected].

Starfshópi sem þáverandi ráðherra sveitarstjórnarmála skipaði í byrjun árs 2010 var samkvæmt verkefnislýsingu falið annars vegar að meta hvort sveitarstjórnarlög nr. 45/1998 væru byggð upp með þeim hætti sem æskilegt væri. Hins vegar að fjalla um alla kafla laganna og meta efni þeirra og uppbyggingu og gera tillögur um ný ákvæði eftir því sem hann teldi þörf á.

Í frumvarpinu eru ekki lagðar til neinar meiriháttar breytingar á íslenska sveitarstjórnarstiginu. Flestir kaflar frumvarpsins byggjast því á ákvæðum gildandi laga, bæði hvað varðar efnistök og uppbyggingu. Ákveðnir kaflar frumvarpsins fela þó í sér miklar breytingar á gildandi lögum. Helstu breytingar felast í tillögum um eftirfarandi:

  • fjármál sveitarfélaga,
  • eftirlit með fjármálum,
  • samvinnu sveitarfélaga,
  • samráð við íbúa og
  • stjórnsýslueftirlit.

Nánari grein er gerð fyrir þeim breytingartillögum sem gerðar eru um nefnda kafla í athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins. Breytingar á öðrum atriðum sem um er fjallað í frumvarpinu hafa það fyrst og fremst að markmiði að gera ákvæði laganna skýrari.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum