Hoppa yfir valmynd
16. mars 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra heilbrigðisþjónustu

Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð - myndVelferðarráðuneytið

Þrettán sóttu um embætti skrifstofustjóra heilbrigðisþjónustu í velferðarráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út 12. mars síðastliðinn.

Skrifstofa heilbrigðisþjónustu er önnur tveggja fagskrifstofa á heilbrigðissviði ráðuneytisins. Meginhlutverk hennar er að annast verkefni sem varða skipulag heilbrigðisþjónustu, sérhæfingu og verkaskiptingu þjónustuaðila. Einnig falla undir sviðið sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, heilbrigðisþjónusta utan stofnana, hjúkrunar- og dvalarheimili, læknisfræðileg endurhæfing, hjálpartæki og sjúkratryggingar.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Ása Þórhildur Þórðardóttir, lögfræðingur
  • Bjarni Kristinn Grímsson, framkvæmdastjóri
  • Elsa Björk Friðfinnsdóttir, sérfræðingur
  • Eydís Hauksdóttir, sérfræðingur
  • Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri
  • Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur
  • Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri
  • Ingunn Björnsdóttir, lyfjafræðingur
  • Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri
  • Katrín Eydís Hjörleifsdóttir, sviðsstjóri
  • Kristján Erlendsson, læknir
  • Kristján Oddsson, læknir
  • Markús Ingólfur Eiríksson, sérfræðingur

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum nr. 393/2012, um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum