Hoppa yfir valmynd
2. mars 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Flug milli Íslands og Suður-Grænlands tryggt

Samgönguráðuneytið og Flugfélag Íslands undirrituðu í dag samning til þriggja ára til að tryggja flug á milli Íslands og Suður-Grænlands.

Samningur um Grænlandsflug undirritaður
Þeir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, skrifuðu undir samninginn.

Samgönguráðuneytið hefur verið aðili að vestnorrænu ferðamálasamstarfi frá árinu 1985 en ein helsta áherslan í því samstarfi er að bæta flugsamgöngur innan svæðisins enda nauðsynlegar til að samstarf landanna á sviði markaðsmála sé raunhæft.

Með samningnum fær Flugfélag Íslands styrk frá samgönguráðuneytinu gegn því að skuldbinda sig til að fljúga á milli Reykjavíkur og Narsarsuaq á Suður-Grænlandi tvisvar í viku þær átta vikur sem háannatími ferðaþjónustunnar stendur yfir. Flugfélag Íslands mun leigja þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways fyrir þetta flug.

Vonast er til að flugið auki aðdráttarafl Íslands ekki síður en Grænlands enda geti ferðamenn notfært sér þann möguleika að slá saman Íslands- og Grænlandsferð. Flugfélagið skal samkvæmt samningnum kynna flugleiðina vel, selja hana á netinu og í gegnum alþjóðlega bókunarkerfið Amadeus.

Samningurinn er til þriggja ára og er stefnt að því að flugleiðin standi undir sér við lok samningstímans og með því verði tryggður áframhaldandi rekstur hennar óháð greiðslum frá ríkinu. Flugfélag Íslands og Atlantic Airways fljúga á milli Íslands og Færeyja og er það flug alfarið á viðskiptalegum grunni.

Samningur um Grænlandsflug undirritaðurEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira