Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 27. apríl 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðrún Ögmundsdóttir, frá menntamálaráðuneyti f.h. Stefáns Stefánssonar, Héðinn Unnsteinsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af viðskiptaráðuneyti, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tilnefningar, Guðrún Björk Bjarnadóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins, og Ingibjörg Broddadóttir .

1. Tillögur um úthlutanir úr mótvægissjóði velferðarvaktarinnar.
Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í dagblöðum í febrúar síðastliðnum og var umsóknarfrestur til 1. mars sl. Stýrihópur velferðarvaktarinnar fól sérstökum vinnuhópi að sjá um undirbúning við úthlutanir og leggja fram tillögur að úthlutun.Í hópnum eru Lára Björnsdóttir, Stefán Stefánsson og Kristján Sturluson auk Ingibjargar Broddadóttur og Þorbjarnar Guðmundssonar. Vinnuhópurinn ákvað í upphafi að unnt yrði að sækja um styrk til eftirfarandi verkefna:

  • Nýrra tímabundinna verkefna fyrir tiltekna hópa sem orðið hafa illa úti í efnahagsástandinu.
  • Sérstakra verkefna til að styðja starfsfólk sem aðstoðar þá sem eiga í miklum erfiðleikum.
  • Samræmingar verkefna og samstarfsverkefna á vegum þriðja geirans.

Alls bárust 45 umsóknir og flokkuðu umsækjendur sjálfir þær í eftirtalda flokka:

  • 27 umsóknir vegna nýrra tímabundinna verkefna fyrir tiltekna hópa sem orðið hafa illa úti í efnahagsástandinu.
  • 6 umsóknir vegna sérstakra verkefna til að styðja starfsfólk sem aðstoðar þá sem eiga í miklum erfiðleikum.
  • 6 umsóknir vegna samræmingar verkefna og samstarfsverkefna á vegum þriðja geirans.
  • 6 umsóknir merktar fleiri en einum flokki.

Vinnuhópurinn fór yfir allar umsóknirnar. Í ljós kom að Rauði kross Íslands og nokkrar Rauða kross deildir höfðu sótt um styrki og baðst Kristján Sturluson undan því að taka þátt í starfi vinnuhópsins og tók hann því ekki þátt í að vinna að tillögum að úthlutun styrkja.

Samtals var sótt um styrki að fjárhæð 112.001.000 kr. en heildarkostnaður við verkefnin nemur 281.961.000 kr.

Vinnuhópurinn lagði til að veittir yrðu 18 styrkir að heildarfjárhæð 14.550.000 kr. og voru upplýsingar um allar umsóknir sendar öllum fulltrúum stýrihópsins fyrir fund sem halda átti þann 20. apríl en var frestað til 27. apríl. Þar komu einnig fram tillögur vinnuhópsins um styrki. Farið var yfir allar umsóknir og leggur fundurinn til að eftirfarandi umsækjendur fái styrk:

 

  Verkefni  Umsækjandi   Til.þ.kr.
A5  Varnir gegn þunglyndi Jafnréttishús 1.000 
 A12 Fjölskyldur með ung börn Miðstöð foreldra og barna 1.000 
 A12 Félagsvinir atvinnuleitenda Rauði kross Íslands  1.000
 A13 Virkni Fjölskyldu og félagsþjónusta Reykjanesbæjar 3.000
 A15 Hvað er best fyrir okkur? Þjónustumiðstöðin Breiðholti  900 
 A19 Virkniverkefni fyrir atvinnuleitendur Hafnarfjarðardeild RKÍ  500
 A22 Lista- og nýsköpun fyrir ungt fólk Fjölskyldumiðstöð Árborgar  500
 A24 Ungmenni á erfiðum tímum Kjósarsýsludeild RKÍ  500
 A25 Strandir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Árbær/Grafarholt 750
 B5 Meðganga móðir-barn Félag einstæðra foreldra  500
 C1 Verum saman Álftanesskóli 350
 C3 Frá öngli í maga Hollvinir Húna II 300
 C4 Áföll og sorg á vinnustað Hlutverkasetur AE-endurhæfing 750
 C6 Styrking handleiðslu Velferðarsvið 1.000
 AC1 Átaksverkefni fyrir ungmenni Sveitarf. Álftanesskóla og velferðarsvið 1.000
   Samtals    13.050

Gunnar Rafn Sigurbjörnsson vék af fundi meðan fjallað var um umsókn nr. A 19.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum