Hoppa yfir valmynd
16. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar telst ekki lengur til tekna

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að hætt verði að telja uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar til tekna við útreikninga á rétti fólks til lágmarksframfærslutryggingar. Uppbótargreiðslur sem einstaklingar fá til að standa straum af lyfjakostnaði munu því ekki leiða til þess að lágmarksframfærslutrygging þeirra lækki. Að óbreyttu eru um 560 einstaklingar sem hagnast á þessari breytingu.

Árni Páll segir að ábendingar Öryrkjabandalags Íslands um þörf fyrir þessa breytingu hafi verið réttmætar, enda óeðlilegt að uppbót sem fólki er greidd til að standa straum af útlögðum lyfjakostnaði komi því að engum notum þegar upp er staðið.

Tryggingastofnun ríkisins hefur verið upplýst um breytinguna sem tekur þegar gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum